Vonast til að fá 75 milljónir fyrir safnið

Auglýsing um frímerkjasafn Indriða Pálssonar á vef sænska uppboðshússins Postiljonen …
Auglýsing um frímerkjasafn Indriða Pálssonar á vef sænska uppboðshússins Postiljonen í Malmö.

„Þetta mál var bara að koma inn á borð hjá okkur í dag og er til skoðunar. Ég get á þessu stigi ekkert sagt um það hvort útflutningur þessa frímerkjasafns sé óheimill vegna lagaákvæða.“

Þetta segir Agnes Stefánsdóttir hjá Minjastofnun Íslands í Morgunblaðinu í dag, en verðmætasta frímerkjasafn á Íslandi verður boðið upp hjá Postiljonen í Malmö í Svíþjóð í mars á næsta ári og hefur þegar verið flutt úr landi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í blaðinu.

„Við gerum okkur vonir um að safnið seljist á 500 til 600 þúsund evrur, fari ekki undir 75 milljónir íslenskra króna,“ sagði Steinar Eyþórsson, starfsmaður Postiljonen, sem er stærsta frímerkjauppboðshús Norðurlanda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert