Ákærðir fyrir 47 milljóna skattabrot

Sérstakur saksóknari.
Sérstakur saksóknari. mbl.is/Ómar

Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur þremur karlmönnum á sextugsaldri vegna meiri háttar brota gegn skattalögum. Voru mennirnir allir framkvæmdastjórar hjá einkahlutafélaginu Grandabrú 2, en félagið kom að uppbyggingu miðbæjar Álftaness.

Samkvæmt ákæru saksóknara stóð félagið ekki skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var í rekstri árið 2010 að upphæð samtals 11,3 milljónir. Þá segir í ákærunni að þeir hafi ekki staðið skil á samtals 35,6 milljónum vegna staðgreiðslu opinberra gjalda árið 2010 og í janúar árið 2011.

Er þess krafist að mennirnir séu allir dæmdir til refsingar og til greiðslu sakarkostnaðar í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert