Verð ferskra afurða hefur hækkað um 268% frá aldamótum

Ferskur fiskur nýtur æ meiri vinsælda á mörkuðum víða um …
Ferskur fiskur nýtur æ meiri vinsælda á mörkuðum víða um heiminn. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Útflutningsverðmæti ferskra sjávarafurða sem fluttar eru frá Íslandi hefur hækkað um 268% frá aldamótum mælt í verði á hvert tonn.

Á sama tíma og verð afurðanna hefur hækkað hefur það magn sem flutt er úr landi af ferskum sjávarafurðum dregist saman um 47%, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Skýringanna á þeim breytingum sem orðið hafa á útflutningsmagni og verði þess sem flutt er út er að leita í því að afurðirnar eru í meiri mæli fullunnar hér á landi, en áður var ferskur fiskur í meira magni fluttur minna unninn á erlenda markaði.

Skýrsla um íslenskan sjávarútveg

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert