Setja upp skautasvell á Ingólfstorgi

Unnið er að uppsetningu skautasvellsins.
Unnið er að uppsetningu skautasvellsins. Ljósmynd/Nova

Vinna er nú hafin við að setja upp tæplega 400 fermetra skautasvell á Ingólfstorgi sem umbreytist í Ingólfssvell í desember. Nova í samstarfi við Samsung standa að svellinu í tilefni að 8 ára afmæli Nova þann 1. desember og þann dag mun svellið opna formlega kl. 20. Svellið mun vera opið frá hádegi og fram á kvöld til og með 23. desember.

Jólaþorp mun rísa í kringum Ingólfssvellið þar sem hægt verður að kaupa veitingar og útivistarfatnað. Frítt er inn á svellið, hægt að leigja skauta og hjálma og leigja sérstakar skautagrindur. Hægt verður að panta svellið fyrir skólahópa og fyrirtækjahópa.

Nova er í samstarfi við hollenskt fyrirtæki sem er leiðandi í heiminum í uppsetningu á skautasvellum. Hefur það meðal annar sett upp svell í Sahara-eyðimörkinni og Suður-Afríku. 

Hér má sjá teikningu af svellinu.
Hér má sjá teikningu af svellinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert