Eyþór stendur við RÚV skýrsluna

„Ef menn ætla að ná árangri í að takast á …
„Ef menn ætla að ná árangri í að takast á við framtíðina þá verða þeir að viðurkenna það sem er að,“segir Eyþór Laxdal Arnalds. mbl.is/Ásdís

Eyþór Laxdal Arnalds hefur komið víða við. Nýlega var hann í forsvari fyrir skýrslu um rekstur og afkomu RÚV sem vakti mikla athygli en meginiðurstaðan er sú að stofnuninni hafi mistekist að ná kostnaði niður í samræmi við tekjur. Skýrslan var harðlega gagnrýnd en Eyþór segir að staðreyndir tali sínu máli.

Staðreyndir byggðar á heimildum

Talað var um „svarta“ skýrslu víða í fjölmiðlum og sætti Eyþór mikilli gagnrýni. „Við áttum að gera heildarúttekt á starfsemina en það voru kannski margar þjóðsögur í gangi. Við drógum fram staðreyndir byggðar á heimildum. Við vorum ekki að lýsa skoðun okkar eða að koma með tillögur en viðbrögðin voru dálítið öfgakennd. Menn skipast í hópa og stundum hættir mönnum til að vera með skoðanir án þess að hafa lesið skýrsluna,“ segir Eyþór

Húsnæði of stórt og mistök í dreifingu

Fram kemur að húsnæði RÚV er of stórt og dýrt í rekstri. „Samkvæmt RÚV væri hægt að vera með starfsemina í mun færri fermetrum, þannig það hlýtur að vera eitthvað sem stjórn RÚV skoðar af alvöru,“ segir hann og telur markaðinn góðan núna til að selja. Einnig er bent áí skýrslunni að ákveðin mistök hafi verið gerðí dreifingarmálum og er þá átt við samning við Vodafone um dreifinguna. Talið er að hægt hefði verið að ljósleiða landið fyrir sömu upphæð og samningurinn hljóðar upp á.

„Já, það er hægt að deila um dreifinguna, hversu mikil hún á að vera og hvaða tækni á að nota.  En það sem er óumdeilanlegt er það að RÚV sagði eiganda sínum að þetta myndi ekki valda viðbótarkostnaði, en þetta er viðbótarkostnaður upp á 4 milljarða eða meira. Þetta er til fimmtán ára, þannig þetta eru svona 200-300 milljónir á ári í viðbótarkostnað á næstu fimmtán árum,“ segir Eyþór og telur að með öðrum dreifingarleiðum hefði mátt spara þetta fé.

Þýðir ekki að skamma lækninn

„Ef að markmiðið er að efla innlenda dagskrágerð, standa vörð um tunguna og ná til ungs fólks þá verði menn að horfa á vandamálin. Ef menn ætla að ná árangri í að takast á við framtíðina þá verða þeir að viðurkenna það sem er að, þetta er eins og þegar maður fer til læknis, þá verður hann að fá að heyra vondu fréttirnar. Og það þýðir ekkert að skamma lækninn,“ segir Eyþór.

Ítarlegt viðtal við Eyþór Arnalds er í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert