Afi þeirra plantaði trénu

Högna og Laila Þóroddsdætur við jólatréð.
Högna og Laila Þóroddsdætur við jólatréð. Ljósmynd Ágústa Friðriksdóttir

Jólaljósin voru tendruð á Akratorgi í dagvið hátíðlega athöfn. Skólahjómsveit Akraness hóf athöfnina með fögrum tónum í frostinu og stillunni. Skólakór Grundaskóla söng síðan nokkur jólalög undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur áður en kveikt var á ljósunum á trénu.

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri sagði frá uppruna trésins og aðstoðaði systurnar Högnu og Lailu  Þóroddsdætur við að kveikja ljósin á jólatrénu. Það var fyrir um 20 árum sem Bjarni Þóroddsson frá Bekansstöðum, afi þeirra plantaði þessu tré, ásamt nokkrum öðrum trjám við aðkomuna að Fannahlíð, norðan megin við Akrafjall.

Þegar ljósin höfðu verið kveikt, birtist þá ekki bara Grýla með nokkrum jólasveinum. Þau sögðu frá ferðum sínum og tóku nokkur jólalög með börnunum auk þess sem Grýla söng eitt lag sem hún sagði að Leppalúði hefði samið fyrir hana, og svona líka ljómandi vel!

Félagar úr Skátafélagi Akraness gáfu heitt kakó í boði Akraneskaupstaðar á meðan á dagskrá stóð á Akratorgi, segir í tilkynningu.

Högna Þóroddsdóttir kveikti ljósin á jólatrénu, Laila systir hennar hjálpaði …
Högna Þóroddsdóttir kveikti ljósin á jólatrénu, Laila systir hennar hjálpaði til. Ljósmynd Ágústa Friðriksdóttir
Ljósmynd Ágústa Friðriksdóttir
Ljósmynd Ágústa Friðriksdóttir
Ljósmynd Ágústa Friðriksdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert