Aftur fundað í álversdeilu á mánudag

Í Straumsvík.
Í Straumsvík. Ljósmynd/Alcan

Fundi í kjaradeilu fulltrúa starfsmanna álversins í Straumsvík og stjórnenda lauk á sjötta tímanum í gær án þess að niðurstaða fengist.

Fulltrúar hittast að nýju á fundi á mánudag klukkan 11. Yfirvofandi er að verkfall hefjist í álverinu á miðvikudag.

Kallað var til fundarins hjá ríkissáttasemjara í gær með stuttum fyrirvara. Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan, vildi ekki gefa neinar upplýsingar um viðræðurnar þegar eftir því var leitað og sagðist bundinn trúnaði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert