Fjarheilbrigðisþjónusta virkar vel

Læknir í fjarlægð getur t.d. fylgst með eyrnaskoðun.
Læknir í fjarlægð getur t.d. fylgst með eyrnaskoðun. Ljósmynd/Sigurður Árnason

Lækningatækið og fjarbúnaðurinn Agnes, sem settur var upp á heilsugæslustöðinni á Kirkjubæjarklaustri 2013, hefur gefið góða raun að sögn Auðbjargar Brynju Bjarnadóttur, hjúkrunarstjóra og ljósmóður hjá HSU.

Auðbjörg á sæti í starfshópi sem Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, skipaði til að móta stefnu og aðgerðaáætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu.

„Bæði læknirinn og ég notum Agnesi í starfi. Framtíðarsýn okkar er að geta jafnað aðgengi að heilbrigðisþjónustu og sérfræðiþjónustu fyrir fólkið á landsbyggðinni. Það geti fengið sérfræðiálit í gegnum búnaðinn hér,“ segir Auðbjörg í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert