Geti fengið lán þrátt fyrir neikvætt greiðslumat

Gamalt og nýtt Fyrir 2003 voru öll langtímalán til fasteignakaupa …
Gamalt og nýtt Fyrir 2003 voru öll langtímalán til fasteignakaupa verðtryggð en óverðtryggðar skuldir eru nú um 14% af fasteignaskuldum heimila. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Lánveitendum verður heimilt að veita lántakendum fasteignalán þrátt fyrir neikvæða niðurstöðu greiðslumats að vissum skilyrðum uppfylltum, samkvæmt frumvarpi um fasteignalán til neytenda sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram á Alþingi.

Meðal skilyrða sem uppfylla þarf er að lánveitandi fái frekari upplýsingar frá neytanda sem sýna fram á að líklegt sé að hann geti staðið í skilum með lánið og lánveitandanum ber að skjalfesta rökstuðning fyrir þessari ákvörðun.

Í greinargerð er bent á að þó skylt sé í dag að láta framkvæma lánshæfis- og greiðslumat áður en fasteignalán er veitt, þarf neytandi ekki að standast matið til þess að lánveiting sé heimil, að því gefnu að virði veða eða annarra trygginga sem hann leggur fram sé meira á þeim tíma þegar lánið er veitt en heildarfjárhæð lánsins. Staðan á markaði sé hins vegar sú að lánveitendur neiti í langflestum tilfellum um slíka lánveitingu ef niðurstaða greiðslumats er neikvæð, óháð því að þeim beri ekki skylda til þess að lögum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert