Listi yfir íslensku skotmörkin

Aðalsmerki Anonymous samtakanna er Guy Fawks gríman.
Aðalsmerki Anonymous samtakanna er Guy Fawks gríman. AFP

Árásir aðgerðasinnahópsins Anonymous á íslenskar vefsíður vegna hvalveiða Íslendinga einskorðuðust ekki aðeins við árásir á heimasíður stjórnvalda. Samkvæmt lista yfir skotmörk sem birtur var á netinu var meðal annars áformað að ráðast gegn heimasíðunum visiticeland.com, iceland.is og phallus.is, en síðastnefnda síðan er heimasíða Reðursafnsins.

Frétt mbl.is: Síður stjórnarráðsins enn niðri

Fram kom á Twittersíðu Anonymous hópsins að árásirnar séu vegna hvalveiða Íslendinga og að hópurinn muni ekki lengur sitja aðgerðalaus og horfa upp á „slátrun“ dýranna.

Árásarlistinn
Árásarlistinn

Skotamarkalistinn inniheldur einnig heimasíður HB Granda, fisheries.is og warnersfishmerchants.co.uk. Stór hluthafi í HB Granda er Kristján Loftsson, en hann á og rekur einu hvalveiðibáta landsins sem eru gerðir út til að veiða Langreyði. Warner Fish Merchants er aftur á móti í viðskiptum við HB Granda um kaup á fiskafurðum og er einn af stærri heildsölum fyrir fisk í Bretlandi. Hefur fyrirtækið ítrekað verið gagnrýnt fyrir að standa í viðskiptum við HB Granda vegna tengingarinnar við Hval.

Heildarlista yfir íslensku skotmörkin má finna hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert