Mjölnir færir sig í Öskjuhlíðina

Jiu jitsu er meðal greina sem lögð er stund á …
Jiu jitsu er meðal greina sem lögð er stund á í Mjölni. Sigurgeir Sigurðsson

Bardagaíþróttafélagið Mjölnir mun flytja sig yfir í hús Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð á næstunni og stækka við sig. Tilkynnt var um það á afmælishátíð félagsins, að því er segir á vef MMA Fréttir.

Mjölnir hefur iðulega sprengt af sér húsnæði en félagið hefur síðustu ár verið í húsnæði kenndu við Loftkastalann.

Viðræður um að félagið færi starfsemi sína í húsnæði Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð hafa staðið yfir í nokkurn tíma en nú virðist sem samningum hafi verið náð. Hið nýja húsnæði er sagt munu hýsa sex sali auk útisvæðis en Keiluhöllin lokaði sem slík í mars.

Fyrri frétt mbl.is: Mjölnir vill flytja í Keiluhöllina

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert