Myndir: Gylfi rappaði til sigurs

Gylfi Noah Gabriel Fleckinger Örvarsson er sigurvegarinn í ár.
Gylfi Noah Gabriel Fleckinger Örvarsson er sigurvegarinn í ár. mbl.is/Eggert

Gylfi Noah Gabriel Fleckinger Örvarsson, úr félagsmiðstöðinni Afdrep í Snæfellsbæ, sigraði Rímnaflæði Samfés, rappkeppni félagsmiðstöðva. Gylfi rappaði lagið Frjáls.

Í öðru sæti var Alex Birgir Bjarkason og Oliver Sveinsson, úr Hólmaseli, með lagið Velkomin í BRH og í þriðja sæti lenti Sara Mjöll Stefánsdóttir, úr Laugó í Reykjavík, með ónefnt lag.

Hér má sjá Gylfa taka sigurlag sitt í keppninni:

Gylfi Noah Gabriel Fleckinger Örvarsson úr Afdrep Félagsmiðstöðin í Snæfellsbær sigraði Rímnaflæði Samfés, rappkeppni fé...

Posted by Samfés - Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi on Friday, November 27, 2015

Meðfylgjandi má einnig sjá myndir sem ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is tók á keppninni.

Í dómnefnd sátu Sigga Ey, sigurvegari Rímnaflæðis 2014, Sölvi Blöndal í Quarashi og Árni Matthíasson, blaðamaður á Morgunblaðinu. Að þessu sinni voru alls 22 atriði skráð til keppni og var húsfyllir í Miðbergi í Breiðholti. 

mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert