„Nánast ekkert búið að éta af henni“

Ljósmynd/Snorri Hafsteinsson

„Ég renndi niður í Ölfusárósa þegar ég tók eftir miklu fuglageri þar og kom þá að þessu,“ segir Snorri Hafsteinsson í samtali við mbl.is en því næst tók hann upp myndavél sína og festi fundinn á filmu. Telur hann þetta vera hnísu.

Aðspurður segir Snorri dýrið vera um 2,5 metra á lengd og nýdautt. „Hún er mjög heilleg að sjá. Það er að vísu búið að rífa úr henni augað og gera gat á kviðinn, en það er nánast ekkert búið að éta af henni,“ segir hann.

Bætti Snorri því við að þegar hann kom að dýrinu voru heldur engin ummerki um mannaferðir í námunda við það. Þá telur hann skepnuna hafa skolað á land í nótt eða dag.

„Það voru engin ummerki um neitt annað en fugla þarna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert