Strik í reikninginn í Salek-viðræðum

Salek-hópurinn skrifar undir.
Salek-hópurinn skrifar undir. mbl.is/Styrmir Kári

Vaxandi áhyggjur eru nú í viðræðum samtaka á vinnumarkaði um útfærslu Salek-rammasamkomulagsins vegna þess að ríkisstjórnin hefur enn ekki kynnt tillögur til að uppfylla hlut stjórnvalda í samkomulaginu.

Í viðræðum ASÍ og SA er unnið að gerð kjarasamnings um breytingar á gildandi samningum og aðlögun forsenduákvæða að Salek-samkomulaginu, en endurskoðun samninga þarf að vera lokið fyrir 1. febrúar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. 

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir í leiðara fréttabréfsins Af vettvangi í gær að lækki tryggingagjaldið ekki á næsta ári séu kjarasamningar fyrir tímabilið 2016-2018 í uppnámi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert