Íslenskt tré frá Norðmönnum

Óslóartréð við Austurvöll í fyrra. Tréð í ár er það …
Óslóartréð við Austurvöll í fyrra. Tréð í ár er það síðasta sem kemur frá Noregi því hér eftir verður íslenskt tré á Austurvelli á aðventunni.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Khamshajiny (Khamzy) Gunaratnam, varaborgarstjóri Óslóar munu fara saman í Norðmannalund í Heiðmörk í dag til að skoða framtíðarjólatré  fyrir Reykvíkinga.

Borgirnar hafa í sameiningu ákveðið að hætta sendingum jólatrjáa frá Noregi til Íslands enda samræmist það ekki umhverfissjónarmiðum, segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Í staðinn munu Óslóarbúar gefa Reykvíkingum íslenskt tré úr Heiðmörk. Fulltrúi Óslóar mun áfram verða viðstaddur þegar ljósin verða kveikt á trénu á Austurvelli og lögð verður sérstök áhersla á samskipti borganna tveggja vegna jólahaldsins.

Á heimleiðinni munu Dagur og Khamzy koma við í minningarlundi um fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Útey við Norræna húsið.

Kveikt verður á Óslóartrénu á Austurvelli í dag og hefst dagskrá því tengd kl. 15:30.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert