Kastaði sér fyrir bíl

Það er eiginlega grundvallaratriði þegar lagt ef af stað út …
Það er eiginlega grundvallaratriði þegar lagt ef af stað út í umferðina þegar allt er á kafi í snjó og rúður hélaðar -að skafa mbl.is/Skapti

Um miðnætti var tilkynnt um mjög ölvaðan mann á gömlu Hringbraut sem gekk fyrir akandi umferð. Þegar lögregla kom á vettvang kastaði hann sér fyrir lögreglubílinn og var fluttur á lögreglustöð í kjölfarið.

Þegar búið var að fá upp nafn og hvar viðkomandi átti heima ætluðu lögreglumenn að koma honum heim. Það hugnaðist honum ekki og veittist að lögreglumönnum og því verður hann vistaður í fangageymslu þar til af honum rennur. 

Fjórir ökumenn vor teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna á tæpum fjórum tímum í nótt. Einn var hins vegar stöðvaður á þriðja tímanum þar sem hann ók bifreið þar sem ekki var búið að skafa snjó og hélu af rúðum þannig að ekkert sást út um þær. Í ljós kom að bifreiðin var ótryggð og hún því kyrrsett og númerin tekin af henni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert