Vel mætt í loftslagsgöngu

Fjöldi fólks tók þátt í loftslagsgöngunni í Reykjavík í dag sem fór fylktu liði frá Drekasvæðinu svokallaða niður á Lækjartorg þar sem erindi voru flutt og loks voru skildir eftir origami-pappírsdrekar fyrir utan stjórnarráðið til þess að mótmæla olíuleit á hinu eiginlega Drekasvæði.

Gangan var hluti af alþjóðlegri hreyfingu fólks sem skipulagði göngur í borgum um allan heim í tilefni af loftslagsráðstefnunni í París.

Fyrri frétt: Ísland standi við stóru orðin

Á torginu tóku til máls Hrönn Egilsdóttir doktorsnemi sem flutti dæmisögu til varúðar um sólundun á auðlindum sem komandi kynslóðir færu á mis við og Bragi Páll ljóðskáld sem greindi alþjóðlegan kapítalisma sem undirrót loftslagsvandans og hvatti til aðgerða gegn honum.

Mbl.is / Eggert






mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert