Atvinnuleitendur fá desemberuppbót

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð um greiðslu desemberuppbótar til atvinnuleitenda. Full desemberuppbót er 55.256 kr. en greiðsla til hvers og eins reiknast í hlutfalli við rétt hans til atvinnuleysisbóta á árinu. Þetta kemur fram í frétt á vef Velferðarráðuneytisins. 

Rétt á fullri desemberuppbót eiga þeir atvinnuleitendur sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins, hafa verið skráðir án atvinnu hjá Vinnumálastofnun í samtals tíu mánuði eða lengur á árinu 2015 og hafa staðfest atvinnuleit á tímabilinu 20. nóvember til 3. desember. Greiðsla desemberuppbótar til þeirra sem eiga ekki fullan bótarétt reiknast í hlutfalli við rétt þeirra til atvinnuleysisbóta á árinu og fjölda mánuða sem viðkomandi hefur fengið greiddar atvinnuleysisbætur.

Hér má sjá reglugerðina í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert