Festist inni á snjóflóðasvæði

Þungfært í Þórunnarstræti á Akureyri í dag.
Þungfært í Þórunnarstræti á Akureyri í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Af gefnu tilefni vill lögreglan á Norðurlandi eystra árétta við ökumenn að virða lokanir sem settar eru upp vegna ófærðar og snjóflóðahættu. Veginum um Ólafsfjarðarmúla var lokað af lögreglu á sunnudag kl. 11:15 vegna snjóflóðahættu með þar til gerðri slá og tilkynningum þess efnis var komið til fjölmiðla og á vefsíðu Vegagerðar.

„Kl. 16:50 barst beiðni um aðstoð frá ökumanni sem hafði ekið framhjá lokunarslá norðan við Dalvík og ætlaði hann til Ólafsfjarðar en festi bifreiðina inni á snjóflóðasvæðinu. Senda þurfti tvo bíla og sex menn frá björgunarsveitinni á Dalvík honum til aðstoðar. Það segir sig sjálft að svona framkoma er ekki til fyrirmyndar og viðkomandi ökumaður að setja sig og aðra í óþarfa hættu,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á Facebook.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert