Fylgist með lægðinni í beinni

Svona leit þetta út klukkan 23:25. Ekki svo slæmt en …
Svona leit þetta út klukkan 23:25. Ekki svo slæmt en verður líklega töluvert öðruvísi í fyrramálið. Skjáskot

Eins og flestir vonandi vita er von á stormi á landinu í dag, þriðjudag, sem hefst á suðvesturhorninu snemma í fyrramálið. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er von á 15-25 m/s með snjókomu og skafrenningi, fyrst á suðvesturlandi en einnig á Norður- og Austurlandi seinni partinn. Mun stormurinn ná hámarki á höfuðborgarsvæðinu í hádeginu en detta niður um þrjúleytið.

Fyrir þá sem eru spenntir fyrir veðrinu er hægt að fylgjast með ferð lægðarinnar að landinu með mynd­ræn­um hætti á vefsíðunni www.nullschool.net. Á henni má sjá hvernig lægðin nálgast og færist yfir landið.

At­hugið að gott get­ur verið að end­ur­hlaða síðunni annað slagið til að sjá breyt­ingu á staðsetn­ingu lægðar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert