„Jól“ á miðunum

Landhelgisgæslan er í viðbragðsstöðu vegna veðurspárinnar. Myndin er úr safni.
Landhelgisgæslan er í viðbragðsstöðu vegna veðurspárinnar. Myndin er úr safni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Landhelgisgæslan er í viðbragðsstöðu ef dregur til tíðinda vegna veðurs í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Gæslunni eru „jól“ á miðunum, þ.e.a.s. flestir bátar komnir í land. Nokkrir litlir bátar eru enn úti fyrir austan, en þeir verða líklega búnir að koma sé í var fyrir hádegi.

Það fór að gera leiðindaveður á miðunum í gær og það spáir illa bæði á miðum og djúpum, samkvæmt Gæslunni. Einhver grænlensk skip hafa verið að færa sig í var nær Íslandi vegna veðurs og ísingar, og þá hefur nokkuð snjóað á þá undanfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert