Margir nemendur í leyfi í dag

Greinilegt er að margir hafa ákveðið að halda börnum sínum …
Greinilegt er að margir hafa ákveðið að halda börnum sínum heima í dag. Mynd/Skapti Hallgrímsson

Greinilegt er að margir hafa ákveðið að halda börnum sínum heima í dag vegna veðurs. Í Hraunavallaskóla í Hafnarfirði höfðu hátt í þrjúhundruð nemendur verið skráðir í leyfi rétt fyrir klukkan níu í morgun en 850 nemendur eru í skólanum. Svipuð staða er í Kópavogi og í Reykjavík.

Eitthvað hefur borið á að foreldrar hafi hringt í börn sín sem eru mætt í skólann og gefið þeim leyfi til að fara heim enda sé veður að versna. „Við mælumst eindregið til þess að börn sem komin eru í skóla sé leyft að vera þar, enda væsir ekki um þau í skólanum og best að þau séu þar, þar til að veður fer að skána,“ segir í færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á Facebook. 

Í Seljaskóla í Reykjavík eru um eitthundrað nemendur skráðir í leyfi í dag en í skólanum eru 623 börn. Þriðjungur barna í Foldaskóla í Reykjavík er skráður í leyfi en hátt í 500 börn eru í skólanum. 

Hátt í tvöhundruð nemendur eru skráðir í leyfi í Hörðuvallaskóla í Kópavogi en hátt í eittþúsund börn eru í skólanum. Þá höfðu 80 nemendur verið skráðir í leyfi í Vatnsendaskóla í Kópavogi í morgun en 550 nemendur eru í skólanum.

Eins og áður sagði höfðu hátt í 300 nemendur verið skráðir í leyfi í Hraunavallaskóla í morgun þegar blaðamaður mbl.is hafði samband en þar eru 850 nemendur.

Þeir starfsmenn sem blaðamaður ræddi við nefndu allir að mikið álag hefði verið í morgun, fjölmargir hefðu hringt til að skrá börn sín í leyfi í dag og líklegt væri að enn ættu einhverjir eftir að hafa samband. 

Eitthvað hefur borið á að foreldrar séu að hringja í börn sín í skólum og gefa þeim leyfi til að fara heim enda sé veður...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Tuesday, December 1, 2015
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert