Ólafur heldur í vonina

Að öllu óbreyttu skellur á verkfall í álverinu í Straumsvík …
Að öllu óbreyttu skellur á verkfall í álverinu í Straumsvík á miðnætti. mbl.is/Ómar Óskarsson

Enginn fundur hefur verið boðaður í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík í dag. Þetta staðfesti Ólafur Teitur Guðnason, talsmaður Rio Tinto á Íslandi.

Að öllu óbreyttu stefnir því í að verkfall hefjist á miðnætti í kvöld. „Við höldum  í vonina um að það sé hægt að koma í veg fyrir það,“ segir Ólafur Teitur.

Samkomulag álversins og starfsmanna kveður á um að starfsmenn mæti til vinnu í tvær vikur eftir að verkfallið skellur á til þess að slökkva á 480 kerum álversins.

„Það verður byrjað að slökkva á þeim einhvern tímann á morgun,“ segir hann og kveðst hvorki vera svartsýnn né bjartsýnn á að deilan leysist í tæka tíð. „Ég vona bara það besta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert