Snjóar drjúgt í hægum vindi

Það er slæmt skyggni á höfuðborgarsvæðinu.
Það er slæmt skyggni á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Styrmir Kári

Það kemur til með að snjóa drjúgt en í hægum vindi vestan- og norðvestanlands í kvöld og eins norðanlands í nótt. Suðvestanlands rofar hins vegar til með kvöldinu.

Vakin er athygli á því að austanlands fer veður nú versnandi, því veldur m.a. ört vaxandi lægð undan Suðausturlandi.

Reiknað er með austan hvassviðri og umtalsverðri ofankomu á Austfjörðum og Austurlandi til morguns, sérstaklega á fjallvegun, þar sem það hlánar á láglendi.

Færð og aðstæður

Snjóþekja og snjókoma er á flestum leiðum í kringum Reykjavík en einnig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Reykjanesbraut. Snjóþekja og snjókoma er á stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi. Snjóþekja og snjókoma og skafrenningur er á Mosfellsheiði. Þungfært er sunnan megin í Hvalfirði og þæfingsfærð á Kjalarnesi. 

Það er hálka eða snjóþekja á flestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi. Hálka og óveður er undir Eyjafjöllum og við Vík.

Á Vesturlandi eru hálkublettir og óveður undir Hafnarfjalli en hálka eða snjóþekja á öðrum leiðum. Ófært er á Bröttubrekku og Fróðárheiði. Hálka og óveður er á Holtavörðuheiði. Hálka og skafrenningur er á flestum leiðum á Snæfellsnesi.

Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja og skafrenningur á flestum leiðum þó er ófært á Hálfdáni, Mikladal og Kleifaheiði. Þæfingsfærð og stórhríð er á Klettsháls en snjóþekja og stórhríð á Hjallahálsi og Steingrímsfjarðarheiði. Þungfært og skafrenningur er á Þröskuldum. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar, einnig er ófært norður í Árneshrepp.

Á Norðurlandi  er hálka eða snjóþekja og skafrenningur á flestum leiðum. Flughálka er á Dettifossvegi.

Hálka eða snjóþekja og skafrenningur er á Austurlandi og éljagangur nokkuð víða. Þæfingsfærð og óveður er á Vatnsskarði eystra. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Öxi og Breiðdalsheiði en snjóþekja eða hálkublettir og éljagangur eru með suðausturströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert