Þakka fólki fyrir að fara að fyrirmælum

Björgunarfólk að störfum í morgun.
Björgunarfólk að störfum í morgun. Mynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg

Fimmtán ökutæki lögreglu sinna nú verkefnum í höfuðborginni, auk 35 tækja björgunarsveitanna og 135 björgunarsveitarmanna. Sautján útköll hafa borist það sem af er degi og hátt í 50 ökutæki verið losuð, en björgunarsveitir hafa liðsinnt fleirum eftir því sem aðstæður hafa kallað á.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill þakka fólki sérstaklega vel fyrir að hafa farið eftir tilmælum um að vera ekki að fara af stað að nauðsynjalausu eða á vanbúnum bílum, en það hefur orðið til þess að snjóruðningstæki hafa haft betur undan á stofnbrautum, þó þungfært sé í húsagötum. Við biðjum fólk þó að muna að veðrið er ekki gengið niður og því ekki mælt með að farið sé af stað nema þörf sé á,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert