Tollur á dömubindum verði 0%

Meirihluti nefndarinnar leggur til að tollur á þessar vörur verði …
Meirihluti nefndarinnar leggur til að tollur á þessar vörur verði 0% frá og með 1. janúar 2016. Mynd/Wikipedia

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggur til að enginn tollur verði á  tíðatöppum og dömubindum frá og með 1. janúar.

Þetta kemur fram í nefndaráliti um frumvarp til laga um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2016.

Þar segir orðrétt:„Að undanförnu hefur borið nokkuð á gagnrýni á skattlagningu á dömubindi og tíðatappa. Að mati meiri hlutans á gagnrýnin rétt á sér og því er lagt til að tollar á vörur sem falla undir tollskrárnúmerið 9619.0012 verði 0% frá og með 1. janúar 2016.“

Fyrr í þessum mánuði komu dömubindi og tíðatappar til umræðu á Alþingi en Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, hvort unnið væri að því að lækka virðisaukaskatt á þær vörur. „Hvers vegna er verið að skattlega á mér legið?“ spurði hún Bjarna.

Legið skattlagt um allan heim

65.500 í skatt fyrir að vera á túr

„Hvers vegna er verið að skattleggja í mér legið?“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert