Taka við umsóknum í áfallasjóð Rauða krossins

Deildir Rauða krossins í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ, Mosfellsbæ og …
Deildir Rauða krossins í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ, Mosfellsbæ og Reykjavík ýttu áfallasjóði úr vör í gær. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Rauði krossinn í Reykjavík hóf í dag að taka við umsóknum í áfallasjóð Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu, sem ætlað er að styðja við fólk sem hefur orðið fyrir fjárhagsáfalli, einkum af völdum sjúkdóma eða slysa.

Opið er fyrir fyrstu umsóknir nú þegar og stefnt er að því að taka umsóknir sem berast fyrir 15. desember til afgreiðslu fyrir jól og mánaðarlega eftir það. Nánari upplýsingar um áfallasjóð eru á vef Rauða krossins, www.raudikrossinn.is, og þar er einnig að finna umsóknareyðublað sem hægt er að senda með rafrænum hætti.

Skjólstæðingar áfallasjóðs Rauða krossins eru einkum:

  • Einstaklingar og fjölskyldur,  með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu, sem verða fyrir því að sjúkdómar eða slys valda ófyrirséðum fjárhagsvandræðum.
  • Áhersla er lögð á tekjulágar fjölskyldur sem ekki njóta nægrar aðstoðar annarra aðila.

Deildir Rauða krossins í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ, Mosfellsbæ og Reykjavík ýttu áfallasjóði úr vör í gær. Rauði krossinn í Reykjavík heldur utan um verkefnið fyrir hönd deildanna fjögurra, segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert