Vill brottfall ábyrgðar

Aðsetur Íslenskrar erfðagreiningar.
Aðsetur Íslenskrar erfðagreiningar. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um brottfall laga sem heimila ráðherra að veita Íslenskri erfðagreiningu ríkisábyrgð.

„Þótt heimild samkvæmt lögunum hafi vissulega verið skilyrt við afmarkað verkefni „á sviði lyfjaþróunar“ má deila um þá skoðun ráðuneytisins að sú afmörkun sé svo þröng að lagaheimildin verði ekki talin opin,“ segir í frumvarpi Sigríðar.

Ríkisábyrgðir á skuldbindingum einkafyrirtækja feli í sér mikla áhættu fyrir ríkissjóð og séu í raun ógagnsæir ríkisstyrkir, segir þar einnig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert