Þjófar og ökumenn í vímu

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Þrír ökumenn sem lögreglan stöðvaði í gærkvöldi og nótt í Reykjavík reyndust vera undir áhrifum fíkniefna og tveir þeirra einnig undir áhrifum áfengis. 

Um tíuleytið í gærkvöldi stöðvaði lögreglan bifreið á Hverfisgötu. Í ljós kom að bifreiðin var stolin og ökumaðurinn undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Þar fyrir utan er hann grunaður um að hafa stolið bifreiðinni. Þá segir lögreglan að maðurinn megi ekki aka bifreið því hann hafi verið sviptur ökuréttindum.

Annar var tekinn fyrir of hraðan akstur við N1 á Kringlumýrarbraut en hann ók á 107 km hraða þar sem heimilt er að aka á 80 km hraða. Ofan á það var hann undir áhrifum fíkniefna. Sá þriðji var tekinn á öðrum tímanum í nótt á Suðurlandsbraut en hann ók yfir gatnamót á rauðu ljósi. Hann var undir áhrifum fíkniefna og áfengis. 

Um hálfsjöleytið í gær var tilkynnt innbrot í bíl sem var við Fákafen. Þjófurinn hafði brotið rúðu í bifreiðinni og stolið fartölvu og fleiru úr henni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert