Munu ógilda miða á svarta markaðnum

Mikil spurn var eftir miðum á tónleika stjörnunnar.
Mikil spurn var eftir miðum á tónleika stjörnunnar. AFP

Forsvarsmenn miðasölunnar Tix.is segjast munu ógilda þá miða á tónleika Justins Bieber sem ganga nú kaupum og sölum á hærra verði en þeir kostuðu í netsölunni. Kemur þetta fram í tilkynningu sem fyrirtækið birtir á Facebook-síðu sinni.

Svo virðist sem stafræna röðin sem miðakaupendum var raðað í þegar miðasala hófst á tónleika Justin Bieber í morgun, hafi ekki virkað sem skyldi. Ísleifur Þórhallsson, tónleikahaldari Senu, sagði við mbl.is fyrr í dag að það líti út fyrir að mistök hafi verið gerð þegar of mörgum var hleypt í kaupferlið í einu.

Athygli hefur vakið að ódýrustu miðar sem fengist gátu á tónleikana, fyrir 15.990 krónur, eru nú auglýstir til sölu á vefsíðunni bland.is fyrir að minnsta kosti 32 þúsund krónur, eða á rúmlega helmingi hærra verði.

Tix.is, sem sá um miðasöluna, hefur nú gefið út að miðar sem seldir eru á svörtum markaði með þessum hætti verði ógildir.

ATH. Það er undir engum kringustæðum leyfilegt að endurselja miða með fjárhagslegum hagnaði samkvæmt skilmálum Tix Miðas...

Posted by tix.is on Saturday, December 19, 2015
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert