Enskir æfir vegna íslenskra miða

Líklegt er að þessir íslensku áhorfendur fái miða vilji þeir …
Líklegt er að þessir íslensku áhorfendur fái miða vilji þeir það.

Enskir fjölmiðlar gerðu sér mat úr því um helgina að Íslendingar myndu fá um 8.000 fleiri miða fyrir áhorfendur sína en Englendingar á leiki liðanna á Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi á næsta ári.

Sunnudagsútgáfa breska blaðsins Daily Star gerði málið að umfjöllunarefni og talað er um hneyksli á forsíðu blaðsins en fréttamiðlar á borð við BBC og Sky News gerðu málinu einnig skil.

Er bent á það að ef miðað er við þá rúmlega 30 þúsund miða sem KSÍ fær fyrir stuðningsmenn þá jafngildi það að um 10% íslensku þjóðarinnar geti farið á leiki liðsins. Til samanburðar er aðeins einn miði í boði fyrir hverja 2.254 Englendinga, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert