Líkur á mátulegum jólasnjó

Góðar líkur eru á því að jólin verði hvít í …
Góðar líkur eru á því að jólin verði hvít í flestum landshlutum. mbl.is/Golli

Spár veðurfræðinga gera nú ráð fyrir að þetta árið verði hvít jól um landið vítt og breitt. Gera má ráð fyrir nokkrum kulda í byrjun vikunnar sem eykst yfir hátíðirnar.

Á Þorláksmessu kólnar mjög um landið og reikna má með úrkomu um land allt. Ólíklegt er að það hláni fyrir aðfangadag og því eru allar líkur á að mátuleg snjóþekja frá fyrri hluta vikunnar haldist um mikinn meirihluta landsins.

Á Suðvesturlandi birtir til á aðfangadag og jóladag, en annars staðar má gera ráð fyrir snjókomu. Á jóladag má búast við að bæti í frostið og hitatölur verða tveggja stafa í öllum landshlutum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert