Erilsöm nótt hjá lögreglu

mbl.is/Þórður
<span>Mjög erilsamt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en hún sinnti rúmum fimmta tug  verkefna. Í flestum tilfellum var lögreglan að aðstoða fólk með ýmsum hætti við úrlausn sinna mála með einum eða öðrum hætti, eins og það er orðað í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.</span> <span> </span> <span>Meðal annars var um að ræða nokkrar líkamsárásir. Í einu tilfellinu var aðili sleginn í andlitið með þeim afleiðingum að hann þurfti að leita á slysadeild. Þar þurfti hann að gangast undir aðgerð vegna áverkanna. Á meðan lögreglumenn voru að sinna þessu verkefni upphófust önnur slagmál á sama vettvangi sem lauk með því að einn var handtekinn og er nú í haldi lögreglu vegna málsins.</span> <span> </span> <span>Einn var handtekinn vegna gruns um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og fíkniefna í Breiðholti. Sá hinn sami reyndist vera án ökuréttinda. Annar var handtekinn vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna í miðborginni.</span>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert