Vill nýja fyrirtækjalöggjöf

Frosti Sigurjónsson.
Frosti Sigurjónsson. Skjáskot af Althingi.is

Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, telur að nýja fyrirtækjalöggjöf vanti til þess að koma í veg fyrir kennitöluflakk og skattaundanskot.

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri og Ingvar J. Rögnvaldsson vararíkisskattstjóri skrifuðu leiðara í Tíund, fréttablað embættis ríkisskattstjóra, þar sem greint var frá því að rösklega 80 milljarða króna vantaði upp á þær skatttekjur sem umsvif þjóðfélagsins gæfu vísbendingu um að ættu að vera. Þetta nefndu þeir skattagap sem næði yfir þá skatta og þau gjöld sem ekki skiluðu sér til þjóðarbúsins. Kennitöluflakk væri ein helsta ástæða skattagapsins.

„Ég held að nauðsynlegt sé að koma böndum á menn sem teljast síbrotamenn á þessu sviði, þ.e. kennitöluflakkinu. Ég held við getum leitað eftir fyrirmynd að löggjöf erlendis, því þegar þú ert að fá leyfi til þess að reka félag með takmarkaðri ábyrgð þarftu að geta sýnt fram á að þeir sem standa að félaginu séu heilindamenn og traustsins verðir,“ segir Frosti í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert