Fólk með heilabilanir tengist trúðum

„Fólk með heilabilun gleymir kannski nafninu þínu en það gleymir aldrei rauða nefinu og tilfinningunni um að fá þig í heimsókn,“ segir ástralska leikkonan Virginia Gillard sem hefur lengi starfað sem trúðalæknir í Skotlandi. Hana dreymir um að geta gert hið sama hér á landi.

„Hugmyndin er að koma sem venjuleg manneskja sem er þó gædd þeim eiginleika að geta brugðið á leik,“ segir Virginia sem á íslenskan eiginmann og hefur verið búsett hér á landi í fimm ár. Hún mun á næstunni halda trúðatækninámskeið fyrir konur á vegum Söguhrings kvenna þar sem tæknin er notuð til að þjálfa jákvæð samskipti.

mbl.is hitti Virginiu og fékk að heyra af starfi hennar sem trúðalæknir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert