Hálka á Sandskeiði

mbl.is/Malín Brand

Það er hálka á Sandskeiði og Hellisheiði en hálkublettir eru í Þrengslum. Hálka er á nokkrum vegum á Suðurlandi en víðast eru þó aðeins hálkublettir.

Hálkublettir eru víða á Vesturlandi, jafnvel hálka og sums staðar snjóþekja. Á Vestfjörðum er snjóþekja og hálka víðast hvar og sums staðar nokkur ofankoma eða skafrenningur.

Það snjóar víða á Norðurlandi, ekki síst austan til og þar er hálka eða snjóþekja á vegum.

Það er stutt í að vegurinn yfir Möðrudalsöræfi opnist og þá verða flestir vegir á Austrlandi orðnir færir. Þó er enn þungfært á Vatnsskarði eystra og það er þæfingur í Hróarstungu og Jökulsárhlíð. Annars er snjóþekja eða hálka á flestum vegum á Austurlandi, allt suður í Öræfi en vestan þeirra er mjög mikið autt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert