Slapp betur en talið var

Það hefur væntanlega bjargað miklu að pilturinn var með hjálm …
Það hefur væntanlega bjargað miklu að pilturinn var með hjálm þegar slysið varð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjórtán ára piltur sem slasaðist  á snjóbretti í Bláfjöllum í gærkvöldi virðist hafa sloppið betur en á horfðist, að sögn lögreglu.

Það var á áttunda tímanum í gærkvöldi sem tilkynnt var um slysið en pilturinn hafði fengið höfuðáverka er hann datt og missti meðvitund.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins flutti piltinn á Landspítalann í Fossvogi og þegar lögregla fór á spítalann til að kanna með með líðan hans var ástand hans stöðugt og virðist hann hafa sloppið betur en á horfðist.  Drengurinn mun hafa verið með hjálm á höfði en mundi ekkert eftir atvikinu, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Hlaut töluverða áverka í Bláfjöllum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert