Ferðamenn í vanda á Austurlandi

Ferðamennirnir lentu í vanda á fjallveginum Öxi.
Ferðamennirnir lentu í vanda á fjallveginum Öxi. Ljósmynd/Guðmundur Gunnlaugsson

Erlendir ferðamenn komust í hann krappan á Austurlandi í dag. Um þrjúleytið voru tveir ferðamenn staddir í bíl á Öxi og þorðu ekki að hreyfa sig vegna mikillar hálku.

Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum fengu þeir aðstoð við að koma bílnum úr mestu hálkunni til að hægt væri að snúa honum við. Öxi er hár fjallvegur milli Berufjarðar og  Héraðs, og er aðeins sumarfær. Ferðamennirnir óku eftir honum þrátt fyrir að hafa ekið framhjá þremur viðvörunarskiltum.

Bíll tveggja annarra ferðamanna fór út af í hálku efst í Jökuldal. Þeir sluppu við meiðsli, auk þess sem bíllinn skemmdist ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert