Inflúensubóluefni veitir ágæta vörn

Bólusetning.
Bólusetning.

„Bóluefni gegn inflúensu veitir ágæta vörn gegn inflúensu A sem oftast veldur árlegri inflúensu og er jafnframt sú veira sem oftast hefur greinst í Evrópu í vetur,“ segir Guðrún Sigmundsdóttir, settur sóttvarnalæknir hjá Embætti landlæknis.

Inflúensa B getur einnig breiðst út og valdið sýkingum, einkum hjá börnum og unglingum. Einungis lítill hluti þeirra sem hafa greinst með inflúensu í Evrópu hafa verið með inflúensu B, þar af voru yfir 60% með inflúensu B Victoria-undirstofninn en hinir voru með inflúensu B Yamagata-undirstofn.

Þrígilt bóluefni sem er notað hér á landi inniheldur Yamagata- en ekki Victoria-undirstofninn. Það er því hugsanlegt að bóluefnið sem er notað hér á landi veiti slakari vörn gegn einhverjum inflúensu B-sýkingum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert