Enn óvissa á Vestfjörðum

Óvissu stigi vegna snjóflóðahættu var í nótt aflétt á norðanverðum Vestfjörðum. Enn er þó í gildi óvissustig á sunnanverðum Vestfjörðum og er mikil hætta á snjóflóðum að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.

Snjóþekja eða þæfingsfærð er víða á sunnanverðum Vestfjörðum og ófært á Kleifaheiði og Klettshálsi að því er fram kemur í upplýsingum frá Vegagerðinni. Á norðanverðum fjörðunum er ófært á Gemlufallsheiði og á Flateyrarvegi og þæfingur í Súgandafirði en annars er víða snjóþekja. Ófært er yfir Vatnsfjarðarháls en hægt er að fara fyrir Vatnsfjarðarnes. Þungfært  er á Þröskuldum en unnið að hreinsun.
Á vegi 60 eru umferð vísað um vetrarveg við Bæjardalsá og Geiradalsá.

Færð og aðstæður

Það eru hálkublettir á Reykjanesbraut og á höfuðborgarsvæðinu. Snjóþekja og skafrenningur er á Hellisheiði og hálka eða snjóþekja á vegum á Suðurlandi.

Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum en þæfingsfærð á Bröttubrekku. Lokað er um Fróðárheiði.

Það er hálka eða snjóþekja á vegum á Norðurlandi.

Austanlands er víðast hvar hálka eða snjóþekja og einnig snjóþekja með suðausturströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert