Ræða um íslenska fjölmenningu

Ráðstefnan fer fram í Háskóla Íslands.
Ráðstefnan fer fram í Háskóla Íslands. mbl.is/Sigurður Bogi.

Nú klukkan tíu hefst ráðstefnan Fræði og fjölmenning 2016: Uppbygging og þróun íslensks fjölmenningarsamfélags í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Að sögn aðstandenda er ráðstefnunni ætlað að miðla og byggja upp frekari þekkingu á sviði fjölmenningar.

Hefst hún með setningu í Hátíðasal Aðalbyggingar en í framhaldinu taka við málstofur víða um bygginguna þar sem fjölmenningarsamfélagið Ísland verður skoðað frá fjölbreyttum sjónarhornum. Ráðstefnunni lýkur svo kl. 14.30.

Alls verða flutt um 60 erindi í um 20 málstofum á ráðstefnunni. Snúa þau bæði að aðstæðum innflytjenda, flóttafólks og hælisleitenda á Íslandi, að því er segir í tilkynningu.

Hatursglæpir, kosningaþátttaka og húsnæðisaðstæður

Kemur þar fram að til umfjöllunar verði meðal annars hatursglæpir og mansal á Íslandi, upplifun hælisleitenda og innflytjenda af þjónustu og stuðningi í samfélaginu, tækifæri nemenda af erlendum uppruna í skólakerfinu og velferð fólks af erlendum uppruna, mismunandi staða flóttafólks, staða Kvennaathvarfisins á tímum fjölmenningar, kosningaþátttaka innflytjenda í borgarstjórnarkosningum, húsnæðisaðstæður innflytjenda, flóttafólk á vinnumarkaði og íþróttir og fjölmenning. 

Fyrirlesarar koma bæði úr hópi innflytjenda og fyrrverandi flóttafólks auk fræðimanna og nemenda úr Háskóla Íslands ásamt fagfólki víða að úr samfélaginu. Flutt verða erindi bæði á íslensku og ensku.

Ókeypis er á ráðstefnuna og er hún öllum opin, en dagskrá og nánari upplýsingar má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert