Tveir árekstrar í höfuðborginni

Lögreglan við umferðareftirlit.
Lögreglan við umferðareftirlit. mbl.is/Júlíus

Tveir voru fluttir á slysadeild skömmu fyrir miðnætti vegna umferðaróhapps á gagnamótum Álfheima og Suðurlandsbrautar. Í dagbók lögreglu segir að þar hafi skollið saman tvær bifreiðar og þrír verið fluttir á slysadeild.

Á fjórða tímanum var aftur tilkynnt um umferðaróhapp, í þetta sinn á gatnamótum Miklubrautar og Suðurlandsbrautar. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar er grunaður um ölvun við akstur. Hann hefur verið vistaður í fangageymslu og verður yfirheyrður síðar í dag.

Alls voru fimm aðrir ökumenn stöðvaðir á honum ýmsu tímum næturinnar vegna gruns um ölvun eða akstur undir áhrifum fíkniefna.Á einum manninum fundust ætluð fíkniefni, annar var á ótryggðum bíl og var sá sviptur ökuréttindum og í einu tilfelli voru skráningarnúmer tekin af bifreiðinni vegna ástands.  Allir voru þeir látnir lausir að lokinni blóðtöku.

Skömmu fyrir fimm í morgun var svo tilkynnt um sofandi konu utandyra við skemmtistað í miðbænum. Ekki var unnt að koma konunni til síns heima og var hún því vistuð í fangageymslu lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert