Tveir féllu og slösuðust

Þyrla Gæslunnar á flugi.
Þyrla Gæslunnar á flugi. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson

Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út vegna slyss á göngufólki í Skarðsdal á Skarðsheiði. Tveir úr gönguhóp sem þar var á ferð féllu og slösuðust.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út og kom hún á staðinn fyrir skömmu og verið er að koma hinum slösuðu um borð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá slysavarnafélaginu Landsbjörgu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert