Útibúum fækkað úr 150 í 86 á níu árum

Útibúum og afgreiðslustöðum banka hefur fækkað.
Útibúum og afgreiðslustöðum banka hefur fækkað. Samsett mynd/Eggert

Fækkun í útibúaneti bankanna að undanförnu hefur haldist í hendur við fækkun starfsfólks. Tala starfsmanna allra viðskiptabankanna er komin niður fyrir það sem var árið 1994.

Samkvæmt upplýsingum Friðberts Traustasonar, formanns Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja eru þeir nú um og yfir þúsund í hverjum stóru bankanna.

Með breytingum sem kynntar hafa verið fara útibú og afgreiðslustaðir allra bankanna og þeirra sparisjóða sem eftir eru niður í 86. Þau voru 150 fyrir níu árum, að því er fram kemur í umfjöllun um þessa þróun í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert