Vilja skýr svör frá Borgun

Landsbankinn hefur sætt mikilli gagnrýni vegna sölu á hlut í …
Landsbankinn hefur sætt mikilli gagnrýni vegna sölu á hlut í Borgun. mbl.is/Júlíus

„Þegar verið var að undirbúa söluna á Borgun kynntu stjórnendur félagsins félagið fyrir okkur, í því skyni að við gætum tekið afstöðu til verðmæta sem lágu í félaginu,“ segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.

Að lokum voru það sömu stjórnendur, ásamt öðrum fjárfestum, sem keyptu félagið af bankanum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál  þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Á þessum kynningum var ítarlega fjallað um fjármál félagsins, efnahag og áætlanir. Í kynningunum kom hvergi fram að Borgun kynni að eiga rétt til greiðslna, kæmi til þess að valréttur milli Visa Inc. og Visa Europe frá árinu 2007 yrði nýttur. Nú er komið í ljós að Borgun mun fá greiðslur vegna valréttarins. Það kom okkur á óvart,“ bætir Steinþór við. Hann segir eðlilegt að fólk hafi spurt gagnrýninna spurninga í tengslum við söluna en að bankinn hafi nú formlega kallað eftir svörum frá Borgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert