Maðurinn er alvarlega slasaður

Þyrla Landhelgisgæslunnar yfir Öskjuhlíð.
Þyrla Landhelgisgæslunnar yfir Öskjuhlíð. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Karlmaður sem rann um hundrað metra niður hlíð í Skarðsdal í gær er alvarlega slasaður og liggur á gjörgæslu Landspítalans. Gert er ráð fyrir að hann muni gangast undir aðgerð í dag samkvæmt upplýsingum frá Landspítala.

Kona sem var með honum er talin minna slösuð en nánari upplýsingar um líðan hennar liggja ekki fyrir.

Aðstæður á slysstað voru erfiðar og tafsamt var fyrir björgunarsveitir að komast á vettvang en þyrla Landhelgisgæslunnar flutti fólkið á Landspítalann í gær.

Fréttir mbl.is:

Ferðamennirnir komnir á sjúkrahús

Tveir félli og slösuðust

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert