Verið að hreinsa Fróðárheiðina

mbl.is/Helgi Bjarnason

Hálka og skafrenningur er á Sandskeiði og Hellisheiði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni og hálka á flestum öðrum vegum á Suðurlandi. Þæfingsfærð er á Lyngdalsheiði en unnið að hreinsun.

Vestanlands er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum en þæfingsfærð er á Bröttubrekku. Ófært er á Fróðárheiði en hreinsun stendur yfir.

Hálka eða snjóþekja er á vegum á Vestfjörðum en ennþá er ófært á Kleifaheiði, Klettshálsi og Þröskuldum. Þæfingsfærð er Hjallahálsi og einnig á Innstrandavegi. Á vegi 60 eru umferð vísað um vetrarveg við Bæjardalsá og Geiradalsá.

Hálka eða snjóþekja er á vegum á Norðurlandi en þó er þæfingsfærð á Hófaskarði. Dettifossvegur er ófær.

Hálka er á vegum á Austurlandi og éljagangur á stöku stað. Hálka er einnig með suðausturströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert