Ákærður fyrir að hóta lögreglumanni

Lögreglustöðin Hverfisgötu, þar sem maðurinn var færður í fangaklefa.
Lögreglustöðin Hverfisgötu, þar sem maðurinn var færður í fangaklefa. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Maður á fertugsaldri hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir brot gegn valdstjórninni, en hann er í ákærunni sagður hafa hótað lögreglumanni með því að segja að hann gæti látið drepa hann. Þá réðst maðurinn einnig á lögreglumanninn með ofbeldi, en skömmu áður hafði maðurinn verið færður í fangaklefa fyrir að slá lögreglumanninn hnefahöggi sem lenti á hægri öxl hans. Maðurinn sparkaði einnig í lögreglumanninn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert