Hringnum lokað við Kolbeinsey

Mikið var umleikis á Fáskrúðsfirði í gær og þangað komu …
Mikið var umleikis á Fáskrúðsfirði í gær og þangað komu fjögur norsk loðnuskip með afla. Fremst er ný frystigeymsla Loðnuvinnslunnar. mbl.is/Albert Kemp

Nú í vikunni ættu að liggja fyrir niðurstöður mælinga úr loðnuleit síðustu daga.

Rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, stefna nú að hryggnum norðan og vestan við Kolbeinsey, sem eftir er að kanna. Þannig verður hringnum umhverfis landið lokað.

„Skipin eru fyrir vestan og norðan en vinna hvort á móti öðru og mætast svo á Kolbeinseyjarsvæðinu,“ sagði Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafannsóknastofnun, í samtali við Morgunblaðið í gær. Til viðbótar mælingum skipverja á rannsóknarskipunum tveimur segir Þorsteinn að aflabrögð grænlenskra, norskra og íslenskra loðnuskipa sem eru fyrir austan og norðan landið verði tekin með í breytuna við útreikninga á stofnstærð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert