Manninum enn haldið sofandi

Maðurinn dvelur á gjörgæsludeild Landspítalans.
Maðurinn dvelur á gjörgæsludeild Landspítalans. Ómar Óskarsson

Líðan karlmanns sem rann um hundrað metra niður hlíð í Skarðdal á laugardag er óbreytt. Honum er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu Landspítalans. Kona sem féll einnig niður hlíðina dvelur einnig á spítalanum. Þau voru á ferð í um 700 metra hæð þegar slysið varð.

Fólkið var í fjallgöngu ásamt fleirum. Konan slasaðist nokkuð og er hún meðal annars með brotna hryggjarliði, brákað rifbein, skurð og mör.

„Fljót­lega eft­ir að beiðnin barst hélt TF-GNA, þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar af stað og var kom­in á vett­vang um 14:50. Þá höfðu björg­un­ar­sveit­ir ekki kom­ist á vett­vang og voru sam­ferðamenn hinna slösuðu ein­ir á vett­vangi.

Aðstæður á slysstað voru erfiðar en greiðlega gekk fyr­ir áhöfn þyrlunn­ar að búa um hina slösuðu og flytja þá um borð í þyrluna,“ sagði í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni um slysið.

Frétt mbl.is: Maðurinn er alvarlega slasaður

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert